Eftirstöðvar: 1,9 milljón

10…

Ég á trukk. Ég kalla hann Gjöreyðingu. Fóturinn er á bensíngjöfinni. Skriðþungi hans er nú óstöðvandi. Tankurinn er fullur af verðbólgu-napalmi. Ég stefni beina leið í svart hjarta verðtryggingarinnar.

9…

Þeir sjá mig í fjarska. Þeir sjá að ég stefni beina leið til þeirra. Beint inn í rotið hof þeirra. Þar liggja þeir yfir leifunum af láninu mínu og sleikja í örvæntingu þá litlu vexti sem það þó gefur. En ekki lengur. Skyndilega er ókyrrð og ólga. Þeir senda útsendara sína af stað til að stöðva mig.

8…

Sandurinn þyrlast upp á eftir þeim í þessari eyðimörk skulda. Í kringum mig eru skuldsett hræ. Hrægammar kroppa síðustu krónurnar úr vösum meðvitundarlausra neytenda. Menn í jakkafötum ganga á milli þeirra og bjóða þeim vatnssopa á yfirdrætti. Mennirnir í jakkafötunum eru ekki þyrstir. Þeir eiga sundlaug í hofinu.

7…

Þeir nálgast. Ég hugsa með mér: ,,Hélduð þið að ég væri að blöffa? Þið eruð of seinir. Ég er dauði og tortíming.“ Mennirnir taka kreditkort úr vösunum. Kortin eru gullslegin.

6…

Þeir eru komnir. Þeir klöngrast upp á húddin og kalla til mín. Einn kallar: ,,Við erum með frábær tilboð handa þér ef þú bara hægir á þér!“ Annar kallar: ,,Við getum boðið þér raðgreiðslur! Yfirdrátt! Endurfjármögnun! Smálán!“ Þriðji kallar: ,,Ekkert er mikilvægara en neysla! Þú ert að missa af góða lífinu! Lán fjármagna drauma! Stöðvaðu trukkinn!“ Þeir halda í alvöru að þeir segi sannleikann. Þeir halda að það sé ég sem er á villigötum. Þeir kasta til mín kreditkortum. Kortin eru með alls konar fríðindi.

5…

Ég gef þeim fingurinn. Einn þeirra er algjörlega gjaldþrota. Samt er hann í jakkafötum. Einu sinni átti hann stórt hús og nýjan bíl á lánum. Núna á hann ekkert val. Hann úðar yfirdrætti framan í sig. Maðurinn glansar. Vinir hans eru heillaðir. En þeir skilja ekki að þetta er bara glanssprey. Húsið og bíllinn voru líka glanssprey. Maðurinn stekkur á mig með frábær lánakjör.

4…

Jakkafatagæjinn er næstum kominn inn um gluggann með freistandi lán. Ég er hætt kominn að láta til leiðast. Hins vegar veit ég innst inni að ég þarf í raun ekkert lán og nota því leynivopnið. Ég horfi í augu mannsins, brosi og segi tvö orð: ,,Nei takk.“ Maðurinn átti ekki von á þessu, hann stífnar upp, missir takið, hjólin á trukknum valta yfir glansandi líkama hans. Kreditkortið hans slapp.

3…

Einn af öðrum kasta jakkafatagæjarnir sér á trukkinn og reyna í örvæntingu að stöðva hann með glanstilboðum og lúxusvarningi. Ég skýt þá niður úr öllum áttum með leynivopninu: ,,Nei takk, nei takk, nei takk…“ Þeir falla eins og gráðugu flugurnar sem þeir eru, ekkert nema suð og ónæði.

2…

Á síðustu stundu kasta ég mér út úr bílnum. Trukkurinn brýtur sér auðveldlega leið í gegnum loftkastalavirkið, sem er ekkert nema pappírsþunn bóla glansímyndar, gerviþarfa og lánavaxta. Jakkafatagæjarnir væru eflaust flúnir en þeir komast of seint að því að þeir eru hlekkjaðir við veraldlegar eigur sínar, alla flugmiðana, lúxusjeppana og gullúrin. Í örvæntingu reyna þeir að brjóta af sér hlekkina, vandinn er bara að þeir sjá þá ekki.

1…

,,Yippee ki-yay motherf…“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s