Hér eru helstu bækur og tenglar sem hafa hjálpað mér persónulega í átt að auknu fjárhagslegu sjálfstæði:

  • The Richest Man in Babylon. Þetta er safn smásagna sem eiga ađ gerast í Babýlon til forna. Sögurnar eru góð kynning á grundvallaratriðum fjárhagslegs sjálfstæđis, til dæmis ađ spara a.m.k. 10% af tekjum þínum og fá sparnađinn til ađ vinna fyrir þig, sem sagt fjárfesta. Smá Game of Thrones fílingur í sögunum sem gerir þær skemmtilegar og hvetjandi.
  • Reiknivél Landsbankans til að meta áhrif umframgreiðslu á höfuðstól láns. Þegar ég lék mér að því að sjá hvernig misháar aukagreiðslur hafa áhrif á lánstíma og sparnað vegna minni vaxta var það gríðarlegt spark í rassinn fyrir mig. Ég byrjaði strax að greiða aukalega á höfuðstólinn.
  • The Millionaire Next Door. Stærsti gullmolinn sem ég fann í þessari bók var „Big hat, no cattle.“ eđa ,,Stór hattur, engin hjörđ.“ Þeir sem líta út fyrir ađ eiga peninga eiga oft ekkert sparifé eđa skuldlausar eignir. Stađalímynd milljónamæringa er oft vel klætt fólk á dýrum bílum sem þađ geymir í glæsihöllum. Raunin er hins vegar sú ađ þetta er minnihluti milljónamæringa. Flestir milljónamæringar ganga í gallabuxum og bol, keyra vel notađa bíla og búa í látlausum húsum í „blue-collar“ (verkamanna) hverfum.
  • Misbehaving: The Making of Behavioural Economics. Nóbelsverđlaunahafinn í hagfræđi áriđ 2017, Richard Thaler, fjallar hér um áhugaverđar rökvillur sem við gerum í tengslum við peninga. Til dæmis er fólk almennt líklegra til að gera sér ferð úr raftækjaverslun sem selur útvarp á 4 þúsund krónur í aðra sem selur útvarp á 2 þúsund krónur, enda 50% lægra verð! Sé fólk hins vegar að kaupa flatskjá á 498 þúsund krónur er það ekki eins líklegt til að kaupa sama sjónvarp í annarri verslun á 496 þúsund krónur. Í báðum tilfellum er það sama peningaupphæð sem sparast!