Baráttan við lánið #20 – Endalok

Eftirstöðvar: 0 krónur Arrakis kennir viðhorf hnífsins - að skera í burtu það sem er óklárað og segja: ,,Nú er það klárað því það endar hér". -Dune- Ég borgaði lánið mitt upp í sumar. Ég hefði verið lengur að því ef ekki væri fyrir allt sem er að gerast í samfélaginu og heiminum þessa dagana.…

Fórnarkostnaður

,,Taktu eftir því sem þú tekur eftir." -Þorvaldur Þorsteinsson- Í fyrstu færslunni minni sagði ég frá því að ég tek alltaf með mér nesti í vinnuna. Ég áætlaði þá að það sparaði mér 42.816kr á hverju ári. Þetta geri ég enn og mun koma til með að halda áfram að gera. Í vinnunni minni er…

Baráttan við lánið #19

Eftirstöðvar: 1,9 milljón 10... Ég á trukk. Ég kalla hann Gjöreyðingu. Fóturinn er á bensíngjöfinni. Skriðþungi hans er nú óstöðvandi. Tankurinn er fullur af verðbólgu-napalmi. Ég stefni beina leið í svart hjarta verðtryggingarinnar. 9... Þeir sjá mig í fjarska. Þeir sjá að ég stefni beina leið til þeirra. Beint inn í rotið hof þeirra. Þar…

Járnklaustrið

Eitt hef ekki sagt ykkur. Ég er ekki aðeins milljónamæringur. Ég er í raun frekar massaður milljónamæringur. Þó fer ég aldrei í Worldclass, Reebok, Crossfit eða hvað þetta heitir allt. Það eru liðin mörg ár síðan ég fór í almenna líkamsræktarstöð. Galdurinn er þessi. Ég á járnklaustur. Í bílskúrnum á ég ýmis handlóð, mottur og…

Grænn gróði

Undanfarna mánuði hefur ruslafatan mín sparað mér þúsund krónur í hverjum mánuði. Við erum dugleg að flokka sorp á mínu heimili. Sorp sem fer til urðunar er orðið nánast að engu eftir að við fórum að flokka sorpið. Ég myndi telja að 90% af sorpi heimilisins sé plast og pappi í formi umbúða, eins sorglegt…

En ég er Alexander

Sagan segir að þegar Alexander mikli hafði sigrað mun fjölmennari her Dareiosar þriðja Persakonungs í bardaganum við Issus hafi honum verið boðið samkomulag. Honum var boðið að ganga í bandalag með Persum, að kvænast einni af dætrum Persakonungs og ríkja yfir Anatólíuskaganum. Hershöfðingi og ráðgjafi Alexanders, Parmenion að nafni, hvatti hann til að gangast við…

Gefðu bjartari framtíð #2

Hugsaðu fljótt. Teldu upp þrjár jólagjafir sem þú fékkst í fyrra. Gefðu þér hálfa mínútu. Svolítið erfitt? Ég reyndi að rifja þetta upp og greip í tómt. Ég spurði konuna mína og það var fátt um svör. Mig grunar að það sama eigi við flesta í kringum mig. Og kannski þig líka. Svo þá vaknar…

Róbójón

Föstudagur. Róbójón var vakinn af örflögu sem var grafin djúpt í heila hans. Hvern morgun sendi örflagan rafboð í heyrnarbörk heilans. Róbójón heyrði rödd í höfði sínu sem las upp frumreglurnar: ,,Frumregla 1: Allir vinna. Þú líka." ,,Frumregla 2: Þú vinnur til að versla." ,,Frumregla 3: Hver sem brýtur frumreglu eitt eða tvö er fluttur…

Baráttan við lánið #18

Eftirstöðvar: 2,9 milljónir Núna er lánið komið niður fyrir 3 milljónir sem þýðir að ég hef náð fjárhagslega markmiðinu mínu fyrir árið 2019. Þegar ég lít til baka yfir síðustu 10 ár hefur ótrúlega margt breyst í mínu lífi. Ég kláraði háskóla, eignaðist tvö börn, keypti hús, fór út á vinnumarkaðinn, kvaddi ættingja sem fóru…

Hinir mikilvægu fáu

Hefur þú heyrt um 80/20 regluna? Í stuttu máli segir hún að á mörgum sviðum leiði 20% af heild til 80% af tiltekinni útkomu. Til dæmis gæti verið að 20% viðskiptavina fyrirtækis afli því 80% af heildartekjum þess eða að 20% nemenda í skóla standi fyrir 80% af öllum hegðunarvandamálum. Reglan þekkist einnig sem lögmál…