Undanfarna mánuði hefur ruslafatan mín sparað mér þúsund krónur í hverjum mánuði. Við erum dugleg að flokka sorp á mínu heimili. Sorp sem fer til urðunar er orðið nánast að engu eftir að við fórum að flokka sorpið. Ég myndi telja að 90% af sorpi heimilisins sé plast og pappi í formi umbúða, eins sorglegt og það er.

Ég vissi til þess að hægt væri að fá minni ruslatunnu fyrir urðað sorp, sem kostar þúsund krónum minna mánaðarlega en stærri tunna. Þarna sá ég einfalt tækifæri til að spara og hætta að henda peningum í ruslið, bókstaflega. Ég óskaði eftir minni ruslatunnu sem var komin innan fárra daga. Vertu velkominn í vasa minn þúsundkall. Ég skal fara vel með þig, þú verður feitur og sæll hjá mér.

Ég myndi svo gjarnan vilja sjá heiminn brenna og þessir umhverfissinnar geta verið óþolandi með allt tal sitt um rafmagnsbíla og verndun skóga. Verst er bara hvað hægt er að græða á öllu þessu ,,umhverfiskjaftæði“. Ég græði núna á því að flokka sorp. Ég græði á því að ganga eða hjóla í vinnuna í stað þess að brenna bensíni. Ég græði á því að sóa minna af mat. Ég græði á því að kaupa minna af óþarfa drasli sem kemur úr reykspúandi verksmiðjum. Ég græði á því að nýta fötin mín betur. Ég græði á því að draga úr kjötneyslu. Ég græði svo vel á öllu þessu græna kjaftæði!

Ég myndi hætta að hugsa betur um heiminn ef það gerði mig ekki svona ríkan. Fjandinn hafi þig umhverfisvernd!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s