Ég er Íslendingur á fertugsaldri sem keypti hús árið 2012. Markmiðið mitt er að klára að greiða húsnæðislánið að fullu fyrir lok árs 2020. Það mun spara mér margar milljónir króna sem ég mun ekki þurfa að eyða í vexti og verðbólgu. Þegar því er lokið mun ég taka fleiri skref í átt að fjárhagslegu sjálfstæði. Ég trúi því að fjárhagslegt sjálfstæði sé mögulegt fyrir marga Íslendinga ef þeir breyta neysluvenjum sínum. Í mínu tilfelli hafa breyttar neysluvenjur falið í sér:

  • Umhverfisvænni samgöngur
  • Að forðast neyslulán, bílalán og kreditkort eins og heitan eldinn
  • Lítil kaup á óþarfa hlutum
  • Meiri virðingu og þakklæti fyrir þeim hlutum sem ég á nú þegar
  • Gagnrýna hugsun á því sem telst eðlileg neysla samfélagsins
  • Einfaldari lífsstíl

Með breyttum neysluvenjum hefur mér tekist að auka sparnað gríðarlega. Þennan sparnað nota ég í niðurgreiðslu lána og fjárfestingar. Ég vil aukið fjárhagslegt sjálfstæði því ég trúi að það muni leiða til aukinnar hamingju, hjálpa mér að njóta þess sem skiptir mig máli í lífinu og láta gott af mér leiða.