Eitt hef ekki sagt ykkur. Ég er ekki aðeins milljónamæringur. Ég er í raun frekar massaður milljónamæringur. Þó fer ég aldrei í Worldclass, Reebok, Crossfit eða hvað þetta heitir allt. Það eru liðin mörg ár síðan ég fór í almenna líkamsræktarstöð.

Galdurinn er þessi. Ég á járnklaustur. Í bílskúrnum á ég ýmis handlóð, mottur og stangir til að grípa í. Ekki einhver bleik ömmulóð eða ryðgað þrekhjól eða bumbubana. Nei, kolsvarta og ógnvekjandi stálmassa sem refsa vöðvum, sinum, beinum og anda. Og ég viðurkenni að ég hef splæst nokkuð vel í þetta járnklaustur.

Ástæðunar eru tvær, það kostar of mikinn tíma og peninga að koma sér í ræktina.

Tími: Eftir að ég eignaðist börnin mín fannst mér orðið svolítið vesen að finna góðan og stöðugan tíma til að stunda ræktina. Fyrst er að finna til í tösku, svo er að koma sér í ræktina, fara í gegnum búningsklefann, næst er að bíða eftir að ákveðin tæki eða lóð losni. Stundum er lokað yfir hátíðir. Vegna Covid-19 smitgátar er nú lokað vikum saman. Svo er oft bara fullt að hundleiðinlegu fólki í ræktinni. Allt mjög óhagkvæmt og glatað.

Peningar: Árskort í vinsælustu líkamsræktarkeðju landsins kostar 80 þúsund krónur. Vissulega er hægt að fá ýmsa afslætti og styrki en mér þykir ekki ósennilegt að flestir sem stunda líkamsræktarsali komist nálægt eða fari yfir þennan kostnað. Þeir sem láta sér nægja að skokka, synda eða fara í fjallgöngur komast líklega upp með mun minni kostnað en þá erum við farin að bera saman epli og appelsínur. Næst er að komast í ræktina. Gefum okkur að það sé frekar stutt í næstu líkamsrækt, tveir kílómetrar eða fjórir kílómetrar báðar leiðir. Gefum okkur sömuleiðis að þú farir ekki gangandi eða hjólandi í ræktina allt árið, vegna þátta eins og færðar, veðurs eða skorts á tíma. Segjum því að í eitt af þeim fjórum skiptum sem þú ferð í ræktina í hverri viku farir þú akandi. Það þýðir að þú keyrir 208km á ári í ræktina. Bíll sem eyðir 7 lítrum á hundraðið fer með 14 lítra í þennan akstur. Síðast þegar ég tók bensín í Costco kostaði líterinn 180kr. Það má því áætla að miðað við mjög hóflegan akstur og ,,ódýrt“ bensín kosti þig 2500kr að keyra í ræktina. Heildarkostnaður verður 82.500 krónur.

Hvað kostar þá járnklaustrið mikinn tíma og pening?

Tími: Það tekur um það bil 20 sekúndur að komast í bílskúrinn hvenær sem mér sýnist.

Peningar: Kostnaður getur verið mikill þegar maður er að koma sér upp tækjum og tólum. Ég hef ýmist keypt ný eða notuð tæki og á nú mörg sett af handlóðum, tvær stangir, plötur, upphýfingastöng, bekk, þrekhjól, bolta og mottur. Ég áætla að saman hafi þetta kostað rétt undir 300 þúsund krónum yfir síðastliðin 7 ár eða svo. Ég kann að bæta við safnið síðar en í augnablikinu er ég með allt sem ég þarf og áætla að áframhaldandi kostnaður við járnklaustrið verði mjög lítill samanborið við kort í almenna líkamsrækt.

Ég hef ekki lagst yfir nákvæma útreikninga en get gefið mér ákveðnar forsendur. 300 þúsund krónur kann í fyrstu að hljóma dýrt en að meðaltali hef ég eytt 42 þúsund krónum á ári síðastliðin 7 ár. Ég keypti flestar græjurnar fyrstu 2 árin og hefur sá kostnaður verið um 200 þúsund krónur. Næstu 5 árin hef ég eytt um 100 þúsund krónum, um það bil 20 þúsund krónur árlega.

Því má sjá að járnklaustur er ekki lengi að borga sig, finnist þér finnst gaman að rífa í járnin. Þú getur æft í hvaða fötum sem þér sýnist, blastað hvaða tónlist sem þér sýnist, hlustað á podcast eða youtube án þess að vera með neitt í eyrunum. Engin bið, ekkert vesen. Meira frelsi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s