Baráttan við lánið #20 – Endalok

Eftirstöðvar: 0 krónur Arrakis kennir viðhorf hnífsins - að skera í burtu það sem er óklárað og segja: ,,Nú er það klárað því það endar hér". -Dune- Ég borgaði lánið mitt upp í sumar. Ég hefði verið lengur að því ef ekki væri fyrir allt sem er að gerast í samfélaginu og heiminum þessa dagana.…

Fórnarkostnaður

,,Taktu eftir því sem þú tekur eftir." -Þorvaldur Þorsteinsson- Í fyrstu færslunni minni sagði ég frá því að ég tek alltaf með mér nesti í vinnuna. Ég áætlaði þá að það sparaði mér 42.816kr á hverju ári. Þetta geri ég enn og mun koma til með að halda áfram að gera. Í vinnunni minni er…

Baráttan við lánið #19

Eftirstöðvar: 1,9 milljón 10... Ég á trukk. Ég kalla hann Gjöreyðingu. Fóturinn er á bensíngjöfinni. Skriðþungi hans er nú óstöðvandi. Tankurinn er fullur af verðbólgu-napalmi. Ég stefni beina leið í svart hjarta verðtryggingarinnar. 9... Þeir sjá mig í fjarska. Þeir sjá að ég stefni beina leið til þeirra. Beint inn í rotið hof þeirra. Þar…

Járnklaustrið

Eitt hef ekki sagt ykkur. Ég er ekki aðeins milljónamæringur. Ég er í raun frekar massaður milljónamæringur. Þó fer ég aldrei í Worldclass, Reebok, Crossfit eða hvað þetta heitir allt. Það eru liðin mörg ár síðan ég fór í almenna líkamsræktarstöð. Galdurinn er þessi. Ég á járnklaustur. Í bílskúrnum á ég ýmis handlóð, mottur og…

En ég er Alexander

Sagan segir að þegar Alexander mikli hafði sigrað mun fjölmennari her Dareiosar þriðja Persakonungs í bardaganum við Issus hafi honum verið boðið samkomulag. Honum var boðið að ganga í bandalag með Persum, að kvænast einni af dætrum Persakonungs og ríkja yfir Anatólíuskaganum. Hershöfðingi og ráðgjafi Alexanders, Parmenion að nafni, hvatti hann til að gangast við…

Baráttan við lánið #18

Eftirstöðvar: 2,9 milljónir Núna er lánið komið niður fyrir 3 milljónir sem þýðir að ég hef náð fjárhagslega markmiðinu mínu fyrir árið 2019. Þegar ég lít til baka yfir síðustu 10 ár hefur ótrúlega margt breyst í mínu lífi. Ég kláraði háskóla, eignaðist tvö börn, keypti hús, fór út á vinnumarkaðinn, kvaddi ættingja sem fóru…

Hinir mikilvægu fáu

Hefur þú heyrt um 80/20 regluna? Í stuttu máli segir hún að á mörgum sviðum leiði 20% af heild til 80% af tiltekinni útkomu. Til dæmis gæti verið að 20% viðskiptavina fyrirtækis afli því 80% af heildartekjum þess eða að 20% nemenda í skóla standi fyrir 80% af öllum hegðunarvandamálum. Reglan þekkist einnig sem lögmál…

Að byggja auð á húsum

Frá því að ég kláraði námið mitt og fór út á vinnumarkaðinn hef ég reynt að ávaxta peningana mína og draga úr útgjöldum. Hrein eign mín hefur vaxið að mestu vegna niðurgreiðslu skulda og kaupa á verðbréfum. Ég hef hins vegar aldrei farið út í fjárfestingar á fasteignum (fyrir utan húsið mitt) og mig langaði…

Margur verður af aurum api

Oft heyrir maður sagt að margur verði af aurum api. Þessu munnmæli er kastað fram þegar talað er um efnamikla eða níska menn og ber þá að skilja það sem svo að þeir sem eigi peninga lifi í einhvers konar synd eða hafi látið peningana spilla sér. Í mörgum tilfellum er þetta alveg hárrétt. Það…

Baráttan við lánið #17

Eftirstöðvar 3,9 milljónir ,,Tíu þúsund sinnum gæti vefurinn verið eyðilagður, og tíu þúsund sinnum myndi köngulóin gera við hann. Það var hvorki gremja né örvænting, né nokkur gleði, alveg eins og það hafði verið í milljarð ára." -Death's End eftir Ken Liu- Okkur hættir til að hugsa oftar um áfangastaðinn heldur en ferðalagið. Við erum…