Eftirstöðvar 3,9 milljónir

,,Tíu þúsund sinnum gæti vefurinn verið eyðilagður, og tíu þúsund sinnum myndi köngulóin gera við hann. Það var hvorki gremja né örvænting, né nokkur gleði, alveg eins og það hafði verið í milljarð ára.“

-Death’s End eftir Ken Liu-

Okkur hættir til að hugsa oftar um áfangastaðinn heldur en ferðalagið. Við erum að bíða eftir næsta fríi, næstu stöðuhækkun eða sófanum sem við ætlum að kaupa. Við bíðum eftir tímapunktinum þegar allt verður fullkomið og klárað, við þurfum bara að fara aðeins hærra, hærra, hærra. En lífið er eins og köngulóarvefurinn, aldrei fullkominn. Við þurfum að huga að honum í sífellu, breyta hér, lagfæra þar. Stundum erum við heppin og veiðum, stundum ekki. Stundum er hann eyðilagður, stundum óáreittur mánuðum saman. Hvað sem gerist getum við valið okkur viðhorf.

Við erum ekki köngulær. Við erum menn með flóknar tilfinningar. Við þurfum gleði til að halda áfram að spinna. Þúsund sinnum verður vefurinn okkar eyðilagður, þúsund sinnum getum við valið okkur viðhorf. Þegar allt annað bregst getur viðhorf okkar verið að hlægja að fáránleikanum í þessu öllu saman. Hugsaðu þér: Sjö þúsund milljón mannapar fastir á sandkorni í óendanlegum hafsjó milljarða stjarna, vita ekki hvaðan þeir komu eða hvert þeir eru að fara. Samt sem áður einbeittir í draumum sínum um að vera æðislegir og bestir svo þeir megi sigra alla hina sjö þúsund milljón mannapana í ímynduðu höfrungahlaupi um ímyndaða velgengni. Breyttu viðhorfi þínu: ,,Það er hlægilegt að taka þátt í þessum eltingaleikaleik“. 

Hvað viltu veiða í vefinn þinn? Gullúr. Jakkaföt. Sportbíl. Glæsivillu. Þjóna og kampavín. Tíu þúsund fylgjendur á Instagram. Yolo lífið. Er þetta gleðin sem þú þarft til að spinna sama vefinn tíu þúsund sinnum? Eða deyrðu ef til vill úr næringarskorti? Þarftu að verða gylltur Hómer til að finna fyrir gleði?

Gætir þú kannski breytt viðhorfi þínu til velgengni og veitt eitthvað annað í vefinn? Eitthvað næringarríkt? Fjölskyldu. Vináttu. Frelsi. Gjafmildi. Það er vefur sem gerir mig glaðan að þurfa að spinna tíu þúsund sinnum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s