Ertu í þeirri stöðu að þurfa að ákveða hvort þú átt að taka verðtryggt eða óverðtryggt lán? Til að taka upplýsta ákvörðun þarf að hafa marga þætti í huga: Verðbólguvæntingar, greiðslugetu, sveiflur í afborgunum, lánakjör og fleira. En ég ætla ekki ræða neitt af þessu. Ég vil aðeins segja þér eitt: Ekkert af þessu er mikilvægara en hugarfar Tortímandans. Ekkert.

Sjáðu fyrir þér Tortímandann. Þegar Tortímandinn hefur verið sendur aftur í tímann leggst hann ekki upp í sófa til að horfa á enska boltann og drekka bjór. Hann hugsar ekki með sér: ,,Æ, já, þessi John Connor gæi, ég get örugglega drepið hann í næstu viku.“

NEI.

Það skiptir engu hvort Tortímandinn er að eltast við John Connor eða Söru Connor. Hann sóar ekki einni sekúndu. Um leið og hann er sendur aftur í tímann er hann farinn að stað. Óstöðvandi drápsvélmenni:

,,Hlustaðu! Skildu! Tortímandinn er þarna úti. Hann tekur engum rökum, hann semur ekki. Hann finnur ekki fyrir meðaumkun eða eftirsjá eða ótta og hann mun algjörlega aldrei stoppa. Aldrei. Ekki fyrr en þú liggur dauður.“

-Kyle Reese-

Þú tekur lán. Hvað nú? Hvers vegna hikarðu? Eftir hverju ertu að bíða? Þú ert Tortímandi! Nú er ekki tíminn til að leggjast upp í sófa og opna einn kaldan. ,,Æ já, þetta 50 milljóna króna lán dæmi, ég get örugglega bara byrjað að borga það niður á næsta ári.“

NEI.

Þú ert óstöðvandi drápsvél. Engin miskunn. Ekkert kjaftæði. Framtíð þín er í húfi og þú þarft að breyta henni. Þú þarft að byrja í dag! Þú þarft að skapa þá framtíð þar sem þú ert tugum milljónum ríkari. Þú verður versta martröð lánsins þíns. Það er engin undankomuleið. Það er aðeins vís dauði. Dómsdagur.

John Connor eða Sarah Connor? Verðtryggt lán eða óverðtryggt? Það skiptir engu máli. Dómsdagur nálgast.

 

One thought on “Verðtryggt eða óverðtryggt?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s