Sagan segir að þegar Alexander mikli hafði sigrað mun fjölmennari her Dareiosar þriðja Persakonungs í bardaganum við Issus hafi honum verið boðið samkomulag. Honum var boðið að ganga í bandalag með Persum, að kvænast einni af dætrum Persakonungs og ríkja yfir Anatólíuskaganum. Hershöfðingi og ráðgjafi Alexanders, Parmenion að nafni, hvatti hann til að gangast við boðinu: ,,Ég myndi samþykkja það“.

Þá sagði Alexander: ,,Ég myndi líka samþykkja það, væri ég Parmenion. En ég er Alexander.“ 

Alexander lét sér ekki nægja að ríkja yfir Anatólíuskaganum og teygði veldi sitt langt austur til Indlands. Í dag er hans minnst sem Alexander mikla. Væri svo hefði hann fylgt ráði Parmenion? Hefði hann skorið út veldi sem hefur ekki gleymst í tvö þúsund ár?

zeav0i4c05k31

Mér hefur alltaf fundist þetta svolítið töff tilvitnun: ,,En ég er Alexander“. Ég held að margir hefðu gott af því að tileinka sér þetta viðhorf oftar. Þá er ég ekki að dásama blóðuga landvinninga í Asíu og þær hörmungar sem fylgja stríði, heldur að vera samkvæmur sjálfum/sjálfri sér. Hvað sem verður sagt um Alexander mikla, þá er ekki hægt að segja að hann hafi ekki lifað sínu eigin lífi. Hann gekk á eftir því sem hann sjálfur vildi, ekki því sem aðrir vildu.

Parmenion er í lífi okkar allra. Ég held að við höfum flest einhverja tilhneigingu til að þóknast öðrum og það getur verið erfitt að taka afstöðu sem stangast á við þeirra sem standa okkur næst. Það er ekkert vit í því að vera alltaf á móti skoðunum þeirra sem hafa gott til málanna að leggja en það er heldur ekkert vit í því að jánkast við öllu sem aðrir segja. Mér hættir sjálfum oft til að vera of mikill já maður, of meðvirkur, of fljótur að samþykkja.

En ekki þegar kemur að fjárhagslegu sjálfstæði mínu. Ég mun ekki gangast við því að vera þræll skulda. Ég mun ekki fá mér sæti og segja það gott. Ég mun höggva öll lánin niður í herðar og kaupa frelsi mitt. Parmenion mun birtast mér í mörgum formum til að gefa mér góð ráð, sem foreldri, bróðir, systir, vinur og vinnufélagi. Hvað myndi Alexander segja í mínum sporum?

,,Ég gæti aldrei tekið strætó, ég myndi kaupa mér annan bíl“.

,,Ég myndi líka gera það, væri ég Parmenion. En ég er Alexander.“ 

,,Ég myndi kaupa Spotify aðgang, hann er ekki dýr“.

,,Ég myndi líka gera það, væri ég Parmenion. En ég er Alexander.“ 

,,Ég myndi kaupa mér nýjan síma, þinn ræður ekki við neitt“.

,,Ég myndi líka gera það, væri ég Parmenion. En ég er Alexander.“ 

,,Maturinn í vinnunni er ekki dýr, ég myndi ekki nenna að útbúa nesti.“

,,Ég myndi ekki nenna því heldur, væri ég Parmenion. En ég er Alexander.“ 

,,Maður eignast ekkert hús á Íslandi, ég myndi aldrei borga aukalega á lánið mitt.“

,,Ég myndi ekki gera það heldur, væri ég Parmenion. En ég er Alexander.“

,,Ég finnst allt í lagi að taka pínulítið lán til að ganga frá kaupum“.

,,Ég fyndist það í lagi líka, væri ég Parmenion. En ég er Alexander.“ 

Stundum er réttast að treysta sjálfum sér. Gleðilegt ár!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s