Eftirstöðvar: 7,6 milljónir
Ég er að lesa ágæta bók sem hefur fengið mig til að hugsa ,,hvað við þurfum mikinn lúxus í líf okkar til að lifa hamingjusömu lífi?“ Bókin heitir Endurance: Shackleton’s Incredible Voyage og fjallar um leiðangur skipstjórans Ernest Shackleton á Suðurpólinn fyrir um það bil 100 árum síðan. Í stuttu máli sagt var leiðangurinn algjör hörmung. Skip Shackletons fraus fast við hafísinn og var síðar kramið á milli ísjaka svo það gjöreyðilagðist. Áhöfnin þurfti því að yfirgefa skipið og setja upp tjaldbúðir á ísnum. Á ísnum þurftu þeir að draga fram lífið í mörg hundruð daga við erfiðar aðstæður. Þeir höfðu ekkert samband við umheiminn, enda þá engin talstöð, internet eða símasamband. Ekkert um það sem við nútímafólk myndum kalla lúxus og sumir myndu jafnvel kalla sjálfsagt. Engin heit böð, engir hægindastólar, ekkert vín, sælgæti eða annað góðgæti, (ekki nema þú elskir kjöt af mörgæs og sel 365 daga á ári). Það var ekkert sjónvarp, engin þvottavél til að halda fötum hreinum, enginn hraðsuðuketill og engir snjallsímar.

Ekki neitt. Bara kuldi, vindur og selkjöt. Allt árið.

Þrátt fyrir þessar aðstæður gat mönnunum oft liðið vel. Einn meðlimur áhafnarinnar skrifaði: ,,Í raun hefur þetta líf marga kosti. Ég las einhversstaðar að allt sem maður þarfnast til að vera hamingjusamur er ylur og fullur magi, og ég er farinn að halda að það sé næstum satt. Engar áhyggjur, engar lestir, engin bréf sem þarf að svara, engir hálskragar sem þarf að klæðast – en ég velti því fyrir mer hver okkar myndi ekki grípa fyrsta tækifærið til að breyta því öllu á morgun!“ 

Mér finnst gott að hugsa til þessara manna þegar lúxusinn í kringum mig er orðinn aðeins of sjálfsagður. Menn sem gátu fundið margar hamingjustundir aðeins með fullan maga, yl og vináttu.

One thought on “Baráttan við lánið #5

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s