Baráttan við lánið #10

Eftirstöðvar: 6,9 milljónir Enn einu sinni styttist í kosningar. Loforð eru gefin og mótframboð eru gagnrýnd. Englar í skítkasti. Skattar eru alltaf eitt stærsta hitamálið fyrir kosningar. Hvað eiga skattar að vera háir? Hvernig á að dreifa þeim? Hvernig á að nýta skattana? Vinnandi fólk borgar stóran hluta tekna sinna í skatta. Sumir hugsa með…

Baráttan við lánið #8

Eftirstöðvar: 7,0 milljónir Margir Íslendingar virðast halda að mjög stór og þægilegur bíll sé lífsnauðsyn á Íslandi. Þetta er jú Ísland, land víkinganna! Ef þú ætlar að lifa af verður þú að eiga fjórhjóladrifið jeppaskrýmsli, svona ef þú skyldir festast uppi á jökli á leiðinni í Bónus. Jeppinn verður að hafa nóg geymslupláss fyrir bónuspokana…

Baráttan við lánið #7

Eftirstöðvar: 7,3 milljónir Tekjublað Frjálsrar Verslunar vekur alltaf mikla athygli á hverju ári.  Íslendingar eru mjög áhugasamir um tekjur annarra og þykir mjög flott að fá góð laun, sem fyrir marga er eins konar stöðutákn. Fjölmargir Íslendingar hljóta að vera á mjög grænni grein með yfir milljón í tekjur á mánuði. Eða hvað? Margir með…

Baráttan við lánið #6

Eftirstöðvar: 7,5 milljónir Ég fór í Costco um daginn með það markmið að gera góð kaup og spara pening. Mér finnst margir gera sér ferð í Costco án þess að hafa hugmynd um hvað þeir ætla að kaupa eða hvort það er ódýrara en í öðrum verslunum. Ég ákvað að kaupa nokkrar vörur sem geymast gott…

Baráttan við lánið #5

Eftirstöðvar: 7,6 milljónir Ég er að lesa ágæta bók sem hefur fengið mig til að hugsa ,,hvað við þurfum mikinn lúxus í líf okkar til að lifa hamingjusömu lífi?" Bókin heitir Endurance: Shackleton's Incredible Voyage og fjallar um leiðangur skipstjórans Ernest Shackleton á Suðurpólinn fyrir um það bil 100 árum síðan. Í stuttu máli sagt…

Baráttan við lánið #4

Eftirstöðvar: 7,8 milljónir  Eitt að því erfiðasta sem við gerum sem menn er að berjast við langanir okkar. Mannsheilinn er órökréttur og kallar í sífellu á einhverskonar sæluvímu. Það er stundum erfitt að spara peninga þegar heilann langar í ferðalag til útlanda, nýjan síma eða fallegri bíl. Og það getur jafnvel verið erfiðara að ausa…

Baráttan við lánið #3

Eftirstöðvar: 8,0 milljónir Ég er nýlega byrjaður að gera tilraun með að draga úr kortanotkun og nota reiðufé í staðinn. Það eru gildar ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi er kostnaður. Hver greiðsla með debetkortinu kostar 17kr. Slíkur kostnaður getur verið fljótur að safnast saman í stóra upphæð. Gerum ráð fyrir að debetkortið sé ekki…