Eftirstöðvar: 6,7 milljónir

Ertu ekki búinn að heyra fréttirnar? Góđæriđ er komiđ aftur. Ójá, þađ er komiđ aftur og áriđ 2018 mun slá öll fyrri met. Smjör mun drjúpa af hverju strái. Kokteilar, kampavín, lúxusbílar, upplifanir. Þú vilt ekki missa af þessu. Njóttu lífsins. Áriđ 2018 færđu ađ njóta takmarkalaust.

Hvernig væri þađ? Hvernig væri ađ njóta takmarkalaust? Hvađ ef þú gætir ráđstafađ öllum peningum í heiminum til þess eins ađ njóta lífsins? Ég sé fyrir mér ađ á endanum yrđi mađur svolítiđ eins og mafíuforinginn Tony Montana úr Scarface, þar sem hann er orđinn ríkari en guđ og er ađ borđa á fínasta veitingastađ borgarinnar. Þrátt fyrir þađ er hann þunglyndur og spyr sig: ,,Er þetta þađ? Snýst þađ allt um þetta, Manny? Éta, drekka, ríđa, sjúga? Snorta? Hvađ svo? Þú ert fimmtugur. Þú ert međ belg á maganum. Þú ert međ lođin brjóst, þú þarft brjóstahaldara. Þú ert međ bletti á lifrinni og ert ađ éta þennan skít, lítandi út eins og allar hinar ríku múmíurnar hérna.“

Tony Montana er óhamingjusamur því hann gerđi mistök og hélt ađ ótakmarkađ fé myndi gera hann hamingjusaman þar sem hann gæti keypt sér virđingu annarra og notiđ alls hins besta sem lífiđ býđur upp á. Hann sér seinna ađ þetta er ekki ađ gera hann hamingjusaman. Ađ liggja í nuddpotti og snorta kókaín međ vændiskonum allan daginn er ađ drepa hann úr leiđindum.

Heimspekingurinn Seneca hefđi sagt viđ hann: ,,Þú ert ógæfusamur því þú upplifir aldrei ógæfu. Þú líđur í gegnum lífiđ án andstæđinga, enginn mun því vita hvers þú ert megnugur, ekki einu sinni þú sjálfur.“

Þađ sem Tony þarf er áskoranir. Seinna í myndinni fær hann auđvitađ áskorun þegar hann neitar ađ myrđa börn til ađ verja hagsmuni eiturlyfjasalanna og geldur ađ lokum fyrir þađ međ lífi sínu. Hann langađi ađ þyrma lífi barnanna og er því augljóslega međ samkennd.

Hefđi Tony Montana ekki veriđ skotinn til bana og hefđi hann fengiđ tækifæri til ađ íhuga betur bakþanka sína á veitingastađnum held ég ađ samkennd hans hefđi leitt hann ađ þeirri niđurstöđu ađ nota peningana sína til góđs. Þađ hefđi veriđ hans næsta áskorun. Næsti andstæđingur hans hefđi veriđ hann sjálfur þar sem hann sæi ađ þađ er auđvelt ađ klappa sjálfum sér á bakiđ og vera gráđugur en raunveruleg og gefandi áskorun er ađ nýta krafta sína til ađ hjálpa öđrum. Hamingjurannsóknir sýna aftur og aftur ađ mađurinn er hamingjusamari þegar hann er í góđum tengslum viđ sína nánustu og hefur tilgang fyrir ađra en sjálfan sig.

Í upphafi ársins 2017 voru eftirstöðvar af láninu mínu 8,7 milljónir. Ég setti mér það markmið árið 2017 að komast undir 7 milljónir áður en árinu væri lokið og tókst það í nóvember. Nú eru eftirstöðvar af láninu 6,7 milljónir sem þýðir að ég hef greitt lánið niður um 2 milljónir á síđasta ári. Nýtt markmið fyrir 2018 er að greiða lánið niður í 5 milljónir áður en árinu 2018 er lokið. Ég tel þađ vel hægt í þessu svokallađa góđæri en vona ađ ég gleymi því ekki ađ nota þennan síbatnandi fjárhagslega stöđugleika til góđra verka fyrir mína nánustu, samfélagiđ og umhverfiđ en ekki bara til ađ éta, drekka, ríđa, sjúga og snorta.

Gleđilegt nýtt ár!

One thought on “Baráttan við lánið #13

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s