Eftirstöðvar: 4,9 milljónir

Í janúar setti ég mér það markmið að greiða húsnæðislánið niður í 5 milljónir fyrir lok 2018. Markmiðið tókst og núna stendur lánið í 4,9 milljónum. Núna set ég mér nýtt markmið og ætla að greiða lánið niður í 3 milljónir fyrir lok 2019.

Línuritið hér að ofan sýnir stöðu lánsins frá nóvember 2016. Á miðju línuritinu má sjá að línan verður flatari en þá fór konan mín í fæðingarorlof og ég slakaði aðeins á því að berja á láninu, því að ráðstöfunartekjur heimilisins minnkuðu. Heldur þú að lánið hafi slakað á höggunum til að hlífa mér á meðan? Nei, lánum er alveg sama um okkur. Þau vilja bara brjóta okkur. Þau eru af ættbálki verðbólgutrölla sem elska fátt meira en að berja á þér á meðan þau belgja sig út.

main-qimg-571d96e6328b6c38c5b25515789e5a53

,,Ó, eru minni tekjur vegna fæðingarorlofs?“ BÚMM verðbólguskot í nýrun!

,,Ó, ekkert leikskólapláss fyrir barnið þitt?“ STUNGA í nefið!

,,Ó, ertu uppgefin/n á vinnunni?“ Hægri KRÓKUR mölvar tennurnar!

Bjallan glymur. Verðbólgutröllið fær sér sæti. Glottir. Sprautar sig enn einu sinni með ólöglegum verðbólgusterum. Æðarnar í enninu eru svo þrútnar að þær eru að springa. Augnaráðið er tryllt. Ég staulast marinn og beyglaður í hornið mitt.

Í sigurvímu finnur tröllið röddina:

,,Mikið er gaman að sjá þig þjást. Sjá þig engjast! Ég get ekki beðið eftir að tæta þig í mig! Rífa! Bíta! Mölva! Brjóta! Þessi hringur er ríki mitt. Ég ræð lögum og lofum hér og þú skalt borga borga borga!“

Þá heyri ég rödd. Ég hlýt að vera með heilahristing því þetta er rödd Rocky Balboa:

,,Leyfðu mér að segja þér svolítið sem þú veist nú þegar. Heimurinn er ekki aðeins sólskin og regnbogar. Hann er mjög vondur og andstyggilegur staður og mér er alveg sama hversu harður þú ert af þér, hann mun slá þig niður á hnén og halda þér þar til frambúðar ef þú leyfir honum það. Hvorki þú, ég, eða nokkur maður mun slá eins fast og lífið. En þetta snýst ekki um hversu fast þú slærð. Þetta snýst um að halda áfram, sama hversu fast þú ert sleginn.“

Rödd Rocky kveikir í mér bál. Skyndilega er ég yfirtekinn af óbrjótanlegum vilja og þrjósku til að berjast þar til yfir líkur:

,,Orð eru ódýr tröll! Ræður þú lögum? Ég er lögbrjótur! Það er aðeins ein leið út úr þessum hring og hún er í gegnum mig! Og ég bogna ekki! Ég gefst aldrei upp! Þetta eru nýir tímar og nýir menn. Við sjáum í gegnum ykkur. Við þekkjum ykkur. Við þekkjum gömlu brögðin ykkar. Gömul brögð virka ekki á nýja menn. Ég er bani! Ég er eitur! Ég er sleipur snákur! Ég er hægur dauði!“

Bjallan glymur. Nýtt ár. Önnur blóðug lota.

2 thoughts on “Baráttan við lánið #16

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s