Eftirstöðvar: 7,8 milljónir
Eitt að því erfiðasta sem við gerum sem menn er að berjast við langanir okkar. Mannsheilinn er órökréttur og kallar í sífellu á einhverskonar sæluvímu. Það er stundum erfitt að spara peninga þegar heilann langar í ferðalag til útlanda, nýjan síma eða fallegri bíl. Og það getur jafnvel verið erfiðara að ausa fé í húsnæðislán þegar ávinningurinn er ekki skýr fyrir heilann. Heilinn hefur vafalaust mun meira gaman af því að kaupa nýtt og stórt snjallsjónvarp heldur en að sjá húsnæðislánið lækka um o,1 milljón milli mánaða (og kannski ekki svo mikið!).
Við verðum að vita betur en heilinn okkar og láta ekki í sífellu undan löngunum hans. Heilinn leitast við að vera hamingjusamur og langar að koma sér í mark í lífsgæðakapphlaupinu. Það gerist hinsvegar aldrei. Nýja og stóra snjallsjónvarpið, öll lækin á síðasta facebook statusinn, nýji og flotti bílinn, nýju fötin… Þetta gefur heilanum tímabundna sæluvímu en hún fjarar á endanum út. Það er ekki til neitt varanlegt hamingjuástand. Hamingjan krefst sífelldrar vinnu og í stað þess að hlaupa alltaf hraðar og lengra í lífsgæðakapphlaupinu er kannski betra að slaka stundum á og njóta þess sem maður hefur. Þú kemst hvort sem er aldrei í mark. Ég las nýlega frétt um að um 200 manns hafi beðið fyrir utan fataverslun í Reykjavík eftir Yeezy Boost 350 V2 Cream White skóm sem eru hannaðir af Kanye West. Það er persónubundið hversu mikla hamingju skóparið mun veita hverjum og einum umfram önnur skópör en eitt sem er öruggt er að hvert sem þú gengur í Yeezy Boost, þar ert þú.
One thought on “Baráttan við lánið #4”