Eftirstöðvar7,5 milljónir

Ég fór í Costco um daginn með það markmið að gera góð kaup og spara pening. Mér finnst margir gera sér ferð í Costco án þess að hafa hugmynd um hvað þeir ætla að kaupa eða hvort það er ódýrara en í öðrum verslunum. Ég ákvað að kaupa nokkrar vörur sem geymast gott sem endalaust og keypti þær í miklu magni. Ég athugaði verð á sambærilegum vörum með ,,Neytandinn“ appinu og ákvað að kaupa aðeins það sem ég taldi að væri ódýrara í Costco. Ég gef dæmi um tvær vörur sem ég keypti í Costco:

  • 12x100ml tannkrem á 1.499kr
  • 40x250ml sjampó á 3.995kr

Gerði ég góð kaup og sparaði pening? Þessi kaup voru gerð 3.júní 2016 og Neytandinn appið sýndi að sambærilegar vörur í sama magni, sem ég hef keypt, hafa kostað:

  • 12x100ml tannkrem á 4.768kr
  • 40x250ml sjampó á 11.920kr

Sparnaður miðað við þetta magn á sambærilegum vörum nemur 11.194kr. Fyrir aðeins tvær vörur! Ég ætla þó ekki að lofsama Costco. Costco er fyrirtæki og eins og öll fyrirtæki vill það græða peninga. Costco hefur verið duglegt að leika sér með verðbreytingar og margar vörur eru dýrari þar heldur en, til dæmis, í Bónus. Sem dæmi taldi ég mig hafa gert góð kaup á klósettpappír og eldhúsrúllum en virðist við nánari athugun hafa borgað meira fyrir þessar vörur í Costco heldur en í Bónus.

Koma Costco er  ,,wake up call“. Fólk spáði mikið í verði á vörum þegar Costco opnaði fyrst. Þetta er eitthvað sem við ættum alltaf að gera. Vera vakandi fyrir því hvað við erum að borga fyrir vörurnar. Það getur vel verið að ég gæti hafa valið ódýrari sambærilegar vörur í Bónus og Krónunni en ég er hræddur um að maður gangi oft hálf sofandi um verslunargangana og velji þær vörur sem maður þekkir og er vanur án þess að spá of mikið í verðinu. Ég uppgötvaði t.d. um daginn, þegar ég var aðeins meira vakandi en venjulega í Bónus, að ég var alltaf að velja dýrari tegundina af banönum. Síðan þá hef ég auðvitað valið ódýrari tegundina og er þeim mun fljótari að borga upp húsnæðislánið.

Oft getur verið, þegar um tvær sambærilegar vörur er að ræða, að sumir velji dýrari vöruna því hún þykir flottari, hreinni eða á einhvern hátt tákn um meiri gæði. Þetta verður maður að gagnrýna í sífellu, eins og menn í framboði sem lofa kjósendum öllu fögru. Maður ætti í sífellu að velta fyrir sér hvað er á bak við umbúðirnar og hugsa með sér ,,Þetta er aðeins það sem birtist sjón minni en kann í raun að vera eitthvað allt annað.

One thought on “Baráttan við lánið #6

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s