Hinir mikilvægu fáu

Hefur þú heyrt um 80/20 regluna? Í stuttu máli segir hún að á mörgum sviðum leiði 20% af heild til 80% af tiltekinni útkomu. Til dæmis gæti verið að 20% viðskiptavina fyrirtækis afli því 80% af heildartekjum þess eða að 20% nemenda í skóla standi fyrir 80% af öllum hegðunarvandamálum. Reglan þekkist einnig sem lögmál…

Fólk á 20.öld notaði svokölluð ,,sápu-stykki“

Þegar ég var barn fóru krakkarnir í götunni út í móa í allskonar leiki. Feluleiki, eltingaleiki og stríðsleiki. Undir kvöld yfirgáfum við barnavígvöllinn og fórum heim í kvöldmat, skítugir og skrámaðir. Eftir kvöldmat var stundum baðtími og móðir mín setti sápustykki í þvottapoka og skrúbbaði af mér stríðssárin. Svo gleymdust sápustykkin. Í dag hafa fljótandi…

Kókospoppið sem milljónamæringarnir borða

Hér er uppskrift að gómsætu poppi sem milljónamæringar borða. Ég ætti að vita það, ég er milljónamæringur og fann upp á þessu poppi alveg sjálfur. Og ég ætla að gefa þér uppskriftina alveg frítt. Þetta popp er svo gott. Ekki nóg með það, heldur notum við ekkert salt og enga olíu. Þetta er því frekar hitaeiningasnautt…

Baráttan við lánið #10

Eftirstöðvar: 6,9 milljónir Enn einu sinni styttist í kosningar. Loforð eru gefin og mótframboð eru gagnrýnd. Englar í skítkasti. Skattar eru alltaf eitt stærsta hitamálið fyrir kosningar. Hvað eiga skattar að vera háir? Hvernig á að dreifa þeim? Hvernig á að nýta skattana? Vinnandi fólk borgar stóran hluta tekna sinna í skatta. Sumir hugsa með…

Baráttan við lánið #8

Eftirstöðvar: 7,0 milljónir Margir Íslendingar virðast halda að mjög stór og þægilegur bíll sé lífsnauðsyn á Íslandi. Þetta er jú Ísland, land víkinganna! Ef þú ætlar að lifa af verður þú að eiga fjórhjóladrifið jeppaskrýmsli, svona ef þú skyldir festast uppi á jökli á leiðinni í Bónus. Jeppinn verður að hafa nóg geymslupláss fyrir bónuspokana…

Baráttan við lánið #6

Eftirstöðvar: 7,5 milljónir Ég fór í Costco um daginn með það markmið að gera góð kaup og spara pening. Mér finnst margir gera sér ferð í Costco án þess að hafa hugmynd um hvað þeir ætla að kaupa eða hvort það er ódýrara en í öðrum verslunum. Ég ákvað að kaupa nokkrar vörur sem geymast gott…