Eftirstöðvar: 5,8 milljónir

Í byrjun þessa árs setti ég mér það markmið að greiða lánið niður í 5 milljónir. Árið er hálfnað og nú um síðustu mánaðamót fór lánið niður fyrir 6 milljónir og stendur í 5,8 milljónum. Tilfinningin er góð. Í hvert skipti sem lánið fer niður um eina milljón fer ég með fjölskylduna út að borða. Við völdum að fara á Pizza Hut í þetta sinn, það er ekki erfitt að sannfæra litla gaura um að fá sér pítsu og ís.

20180707_1405211343465694.jpg

Mér finnst mjög mikilvægt að fagna hverju skrefi í átt að fjárhagslegu sjálfstæði. Það hvetur mig áfram. Ég er mjög lánssamur að eiga góða fjölskyldu, heilsu og þrek til að geta unnið í mínum fjárhagslegu markmiðum. Það er hins vegar ekki alltaf auðvelt. Stundum virðist markið langt í burtu þegar vinnan er krefjandi og hver dagur er þrekraun. Markmiðið verður líkara maraþoni heldur en spretthlaupi. Til þess að brenna ekki út er mikilvægt að brjóta upp hversdagsleikann og gleyma ekki að lifa í dag. Það er tilgangslaust að lifa við fjárhagslegt frelsi ef maður á ekki líf til að njóta þess.

Ég fór í ferðalag um Ísland með fjölskyldunni fyrir nokkrum dögum og við stoppuðum einn dag á Akureyri. Þar fórum í Lystigarðinn, sem er jafn glæsilegur og hann er fallegur:

20180703_0824301966697420.jpg20180703_082259206631075.jpg20180703_082241823118956.jpg20180703_082618644944602.jpg

Ég var orðinn þreyttur eftir langa vinnutörn og friðsældin í garðinum, og ferðalagið allt, var kærkomin hvíld. Ég hugsaði um alla vinnuna og tímann á bak við lystigarðinn. Augljóslega varð garðurinn ekki til upp úr þurru. Í meira en 100 ár hefur duglegt fólk reytt arfa, slegið gras, snyrt runna, hreinsað stéttir og stritað við ótal margt fleira sem ég kann ekki að segja frá. Hann hefur kostað tíma og erfiði. Þá mundi ég eftir því sem Epiktet sagði eitt sinn:

Ekkert sem er einhvers virði verður til í skyndi, ekki frekar en klasi af vínberjum eða fíkja. Ef þú segir mér að þig langi í fíkju, þá svara ég að hún þurfi tíma. Fyrst til að blómstra, svo bera ávöxt, svo þroskast.

Ég áttaði mig á því hvernig fjárhagslegt frelsi er eins og fíkjan. Það tekur tíma. Þú nærð því ekki á sprettinum. Þetta er maraþon og því er mikilvægt að fylla reglulega á tankinn. Hitta vinina og leika við börnin og gera eitthvað skemmtilegt saman. Annars er þetta ekki til neins. Það er gömul en sönn klisja sem segir að þetta snýst ekki um áfangastaðinn heldur ferðalagið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s