Trúin á Guð er heillandi fyrirbæri. Um aldir hefur trú sameinað stóra hópa manna. Sumir einstaklingar hafa sannfært þúsundir eða milljónir annarra um að þeir séu í beinu sambandi við guð eða að vald þeirra sé komið beint frá guði. Þessir einstaklingar þekkja vilja guðs og tekst að færa fjöll með því að fá fólk til að vinna að sama markmiði, med góðu eda illu. Faraó, páfi, konungur eða hvað sem menn kjósa að kalla sig. Þeir byggja píramída, hallir, kirkjur og fara í heilagt stríð í nafni guðs:

Fylgjendur Krists og fylgjendur Allah drápu hvorn annan í þúsundatali, eyðilögðu akra og rústuðu velmegandi borgum – allt í nafni Krists eða Allah. Þegar hinir kristnu fóru smá saman að ná yfirhöndinni innsigluðu þeir sigur sinn ekki aðeins með því að eyðileggja moskur og byggja kirkjur í staðinn, heldur einnig með því að slá nýja gull- og silfurpeninga með tákni krossins og þökkuðu þeir Guði fyrir Hans hjálp í baráttunni við hina óguðlegu. Samt sem áður létu sigurvegararnir slá aðra mynt með hinni nýju (millares) sem báru önnur skilaboð. Þessi ferningslaga mynt sem slegin var af hinum kristnu sigurvegurum voru áletraðir með arabísku letri og á þeim stóð: ,,Það er enginn guð nema Allah og Múhammeð er boðberi hans.“

-Sapiens: A Brief History of Humankind-

Svo mikið fyrir guðdómleikann. Margir kristnir sem múslimar notuðu báðar myntirnar vandræðalaust. Því eins og Yuval Noah Harari segir í bók sinni Sapiens: ,,Kristnir og múslimar sem gátu ekki komið sér saman um trúarlegar skoðanir gátu þrátt fyrir það komið sér saman um peninga, því þó að trúarbrögð biðji okkur um að trúa á eitthvað (guð) biðja peningar okkur aðeins um að trúa því ađ aðrir trúi á eitthvað.“

Í dag eru píramídar, hof og hallir barnaleikur. Í dag fá menn vald sitt til að hreyfa fjöll eða ganga á meðal stjarnanna í gegnum guð kapítalismans, peninga. Í dag ertu ekkert nema að þú eigir peninga til að skjóta bíl út í geim með þinni eigin endurnýtanlegu eldflaug sem mun óáreittur svífa um óendanlegt tómið í mörg milljón ár? Trúin á peninga er gífurlega sterk. Ég þykist viss um að fáir í dag trúi því að fórni maður geit muni sjö plágur herja á óvini manns í nafni réttláts guðs. Ég er hins vegar sannfærðari um að flestir í dag trúi því að menn geti kallað klasasprengjuregn yfir óvini sína ef þeir eiga bara nógu stóran haug af peningum til að fórna.

Forstjórar fyrirtækja eru því eins konar spámenn, páfar og konungar nútímans og vald þeirra er komið frá guði kapítalismans. Hver forstjóri tekur flís úr hinum eina sanna guði og skapar hann eftir sínu höfði. Þeir gefa hverri guðdómlegri flís nafn: Apple, Microsoft, Toyota, McDonalds. Þessi forstjóri er guð hamborgara, hinn er guð snjallsíma. Í dag ganga fleiri með skínandi epli Apple fyrirtækisins á sér heldur en hinn kristna kross. Fleiri skoða facebook á kvöldin heldur en að fara með bæn.

Hinn kapítalíski guðdómleiki á bara eftir ađ vaxa og vaxa. Mannkyninu fjölgar, auðlindir eru nýttar og tækninni fer fram. Peningarnir sem verða til í þessari verðmætasköpun ganga flestir í vasa forstjóra. Þeir taka fram leirtöflurnar sínar sem hafa að geyma boðorð frá guðum (fyrirtækjum) til manna: ,,Kaupið meira.“ ,,Eignastu þetta.“ ,,Sælir eru neytendur því þeirra er himnaríki.“

Bráðum ganga mörg íslensk börn til kirkju til að láta ferma sig. Börnin verða fyrir miklum áhrifum frá boðberum kirkjunnar og hins frjálsa markaðs. Það er til mikils að vinna, annars vegar að næla sér í unga og meðtækilega fylgjendur og hins vegar að krækja í ómótstæðilega fermingarpeninga. Ég er enginn maður sem skilur almættið eða tilgang alls. Ég veit hins vegar að til er ógrynni manna sem halda því fram að þeir hafi svörin og þeir reyna óhikað að heilaþvo eins marga og þeir geta. Falskir spámenn og sjálfskipaðir konungar sem eru í raun ađeins ađ hugsa um eigin hag. Við fermingarbörnin vil ég aðeins segja: Enginn á þig. Þú fæðist frjáls. Allt of margir hlekkja sig fasta við öfgafulla hugmyndafræði allt of snemma, hvort sem það er öfga neysluhyggja eða bókstafstrú. Þeir þræla alla ævi til ađ moka ofan í vasa annarra. Láttu ekki aðra stjórna þínu lífi. Brjóttu hlekkina, brjóttu leirtöflurnar og farðu eigin leið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s