Fólk á 20.öld notaði svokölluð ,,sápu-stykki“

Þegar ég var barn fóru krakkarnir í götunni út í móa í allskonar leiki. Feluleiki, eltingaleiki og stríðsleiki. Undir kvöld yfirgáfum við barnavígvöllinn og fórum heim í kvöldmat, skítugir og skrámaðir. Eftir kvöldmat var stundum baðtími og móðir mín setti sápustykki í þvottapoka og skrúbbaði af mér stríðssárin. Svo gleymdust sápustykkin. Í dag hafa fljótandi…